Fjölmiðlar segja þjáningarsögu sjálfspyndara, sem hvað eftir annað lætur kasta sér út af sama bar. Reynir ævinlega aftur, eins og klárinn fer þangað, sem hann er kvaldastur. Fyrst var sjálfspyndaranum kastað út til að rýma fyrir rugludalli að nafni Gordon Ramsay, fúlum skemmtikrafti í útlendu sjónvarpi. Næst var henni kastað út, af því að hún hafði rifið kjaft í fyrra skiptið. Nú síðast sást hún með tattú á staðnum og var kastað út í þriðja sinn vegna óviðurkvæmilegs klæðaburðar. Skyldi henni aldrei detta í hug, að ánægjulegra sé að fara á gestvænni stað? Kannski hamlar þjáningarþráin.