Ágreiningur er í Vinstri grænum. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu veldur ágreiningi. Einnig samstarfið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Í þriðja lagi valda fjárlögin ágreiningi. Nokkrir þingmenn flokksins velja að lúta ekki fjöldanum. Sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlögin. Samt voru fjárlögin samþykkt. Þetta er mikill ágreiningur, meiri en í öðrum flokkum. Þar beygja menn sig fyrir vilja forystunnar eða meirihlutans. Vinstri grænir hafa lengi lifað við opnari ágreining en í öðrum flokkum og gera sjálfsagt áfram. Hinir óánægðu sveigja flokkinn í átt til sín, en ekki nógu langt að eigin mati.