Óvinir finnast ekki

Punktar

Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru svo önnum kafnar við að falsa gögn um gereyðingarvopn Íraks, svo sem frægt er orðið, að þeim hefur ekki enn unnizt tími til að finna Saddam Hussein, syni hans Qusay og Uday og flesta ráðamenn Íraks á valdatíma þeirra. Þeim hefur raunar ekki heldur tekizt að finna Osama bin Laden, sem var uppspretta árásarinnar á World Trade Center, og helztu ráðgjafa hans. Líklegt má telja, að fyrr eða síðar planti leyniþjónusturnar gereyðingarvopnum til að reyna að bjarga andliti árásaraðilanna. En það getur ekki talizt dæmi um hæfni þessara stofnana að hafa ekki enn fundið skálkana.