Munið, að Samfylkingin, VG og Björt framtíð stóðu með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn að söltun stjórnarskrárinnar frá Stjórnlagaráði. Þannig var allt stjórnarskrárferlið að engu haft. Í staðinn kom fimmflokkurinn sér saman um eigin stjórnarskrárnefnd. Hún hefur verið að dúlla sér í heilt ár og er engu nær. Í greinargerð um stöðuna segir hún, að marga hluti þurfi að skoða og að ekki séu allir sammála um allt. Þetta er munurinn á vinnubrögðum borgaranna og vinnubrögðum þingmannanna. Verkefnið hafði ekki vafizt fyrir góðborgurum landsins í Stjórnlagaráði. Þeir hugsuðu út fyrir boxið, ekki þingvargurinn.