Nýju bankarnir þrír eru óvinir þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú. Þeir eru í höndum bófa, sem hugsa nákvæmlega eins og fyrirrennararnir. Þetta gildir ekki bara um bankastjórana, heldur einnig um aðra yfirmenn bankanna. Þeir keyra enn á sama gamla siðleysinu og fyrir hrun. Hugtökin eru hin sömu, hugsunin hin sama, leyndarhyggjan hin sama. Því miður glutraði ríkisstjórnin niður færi á að siðvæða bankana, þegar ríkið átti þá um skeið eftir hrun. Í staðinn neyðist hún núna til að bregða fæti fyrir þá. Með góðu eða illu þarf að losna við yfirstétt bankanna og fá inn fólk, sem hefur siðferðisgrunn.