Óvinsæl rannsóknablaðamennska

Fjölmiðlun

Hvorki Ríkisútvarpið né Skjár einn vilja taka yfir Kompás, sem Stöð 2 gaf frá sér í vetur. Þar með fá Íslendingar ekki einn ötulasta rannsóknamiðil landsins næsta veetur. Þeir verða bara að treysta á DV, sem er eini miðill rannsókna um þessar mundir. Þetta er bara það, sem gæfulaus þjóð á skilið. Hún kennir sögumanni um ótíðindi. Skíturinn af spillingunni nuddast utan í fjölmiðla, sem stunda rannsóknir. Ef fólk væri í raun fylgjandi rannsóknum, mundi Kompás skrimta eins og DV. En staðreyndin er bara, að ekki borgar sig fyrir fjölmiðla að stunda rannsóknir. Þær draga úr trausti fólks á miðlunum.