Rannsóknarblaðamennska náði hástigi, þegar seigla starfsliðs Washington Post 1972 leiddi til afsagnar Nixon Bandaríkjaforseta. Bakslagið kom svo, þegar útgefendurnir áttuðu sig á, að traust blaðsins minnkaði við Watergate. Síðan hefur rannsóknarblaðamennska dalað og er næstum horfin hér á landi. Eigendur fjölmiðla eru hræddir við hana og sjá líka mikinn kostnað. Í stað þess að treysta á fjölmiðla, þarf samfélagið að opnast. Gegnsæi komi í stað leyndar. Ísland á enn langt í land. Sem bezt kom í ljós, þegar Seðlabankinn neitaði að afhenda Alþingi upptöku af símtali Geirs og Davíðs daginn fyrir hrunið.