Óvinurinn er fundinn

Punktar

Alexander Rannik, sendiherra Rússlands, sér nýjan vinkil á flotaheimsóknum, sem hingað til hafa verið taldar aðferð til að sýna mátt sinn. Hann segir þær vera “mikilvægan hluta af menningarsamskiptum” og bætir við, að Ísland hafi “aldrei óttast okkur”. Því sé heimsókn rússnesks herskips “eins og frí fyrir rússneskt hjarta og sál.” Hér fer hæfileikamaður í skálaræðum, því sjaldan hefur tekizt að setja samasemmerki milli hertækja og menningar. Fleiri eru góðir á þessu sviði, svo sem Alexander Suvanof, flotaforingi deildarinnar, sem sagði “vont veður á sjó” vera eina óvin beggja þjóða.