Fólk um víða veröld hefur áhyggjur af, að öryggi Kalda stríðsins sé lokið og að ógnartímar séu framundan. Slunginn skákmaður sé kominn til valda í Rússlandi og geðsjúklingur kominn í Hvíta húsið. Öfgaflokkar séu komnir í stjórn í mörgum ríkjum og jafnvel tekið völdin í Tyrklandi og Ungverjalandi. Norður-Kórea sé með langdræg kjarnorkuvopn. Alls staðar er fólki sagt, að útlandið sé hættulegt og ógni öryggi. Það er nefnilega í þágu þeirra fáu, sem eiga nánast allt, að fólk haldi, að óvinurinn sé í útlandinu. Ekki þurfi að endurræsa samfélagið, heldur auka stöðugleika og samstöðu stéttanna. Ferlið mun leiða til klofnings samfélaga.