“Með samningnum hafi verið komið í veg fyrir að óvinveittir aðilar eignuðust kvótaveðin.” Þetta hefur visir.is eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis. Hvað á hann við með þessu? Hverjir eru meira óvinveittir en þeir, sem með rugluðum útgerðarrekstri skuldsettu sjálfan kvótann? Sem þjóðin á, samkvæmt yfirlýsingum fyrri ríkisstjórna á ögurstundum. Ég hélt, að brýnast væri að losna við kvótakónga. En ekki að bregða fæti fyrir aðra, sem geta komið rekstri í lag. Af hverju halda Árnar Tómassynir þessa lands, að rekstur sé bezt kominn hjá þeim, sem sannanlega kunna ekkert á því sviði?