Óvissan í Evrópu

Punktar

Óvissutíð er risin í Evrópu. Bretland hótar brottfalli sínu og fær við því margvísleg viðbrögð. Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, er ekki að skafa utan af því. Segir Pólverja í krafti íbúafjölda taka sæti Bretlands sem eitt fimm leiðandi ríkja Evrópusambandsins. Georg Soros gengisbraskari segir braskarana veðja á, að sterlingspundið lækki í verði vegna óvissu um framtíð Bretlands. David Cameron forsætis fiskar í gruggugu vatni þjóðrembu og getur misst ferlið úr höndum sér, valdið kreppu heima. Sem fyrr stjórna Frakkland og Þýzkaland ferð Evrópu, vonandi framhjá brezkum undanbrögðum.