Óvissuferð internetsins

Fjölmiðlun

Hefðbundnir fjölmiðlar hafa látið undan síga þessa öld. Draga úr rannsóknum, sannreyna síður staðreyndir, flytja í auknum mæli tilkynningar málsaðila. Internetið hefur tekið yfir sumt, en annað síður. Til dæmis bera blogg og fésbók saman orð og gerðir pólitíkusa og koma upp um loddara. Myndskeið og tilvitnanir eru klipptar í pakka og sýna siðblinda vindhana. Orðhenglar eru gerðir hlægilegir. En internetið hefur síður burði til að kafa. Rannsóknir eru dýrar, þarfnast betri tekjupósta. Kastljós og Kjarninn sýna þó viðleitni. Við lifum í millibili óvissuferðar, þar sem sum miðlun rís og önnur hnígur.