Nútíminn hefur fært okkur útvarp og sjónvarp, sem hafa gert læsi óþarft. Fólk er orðið eftirlæst, það hefur lært að lesa í barnaskóla, en notfærir sér það ekki. Talað mál fortíðarinnar hefur komið aftur í sviðsljósið eftir aldagamla einokun ritaðs máls í lögum og trú, fréttum og vísindum, bókmenntum og lýðræði. Fyrir daga stafrófsins var þorpið heimsmynd fólks. Lengi hefur ritmálið markað heimsmynd heilla þjóða, en nú er þorpið aftur komið til skjalanna sem alheimsþorpið. Með því verður í samfélaginu bylting, sem enginn sér enn, hvert muni leiða okkur.