Öxnadalsdrög

Frá Blómsturvöllum við Skjálfandafljót að vegamótum Gæsavatnaleiðar.

Bárðargötu er hér lýst í fimm dagleiðum. Nyrsta leiðin er hér kölluð Réttartorfa. Næst koma Öxnadalsdrög. Síðan Vonarskarð. Þá kemur Hamarskriki. Og loks Fljótsoddi. Réttartorfuleiðin hefst við Svartárkot á Mývatnsheiðum og Fljótsoddaleiðin endar við Miklafell á Síðumannaafrétti. Í þessari útgáfu er ekki gert ráð fyrir, að Bárður hafi farið yfir Hverfisfljót uppi við jökul, sem þó er eins líklegt. Gnúpa-Bárður nam Bárðardal og bjó að Lundarbrekku. Fann, að sunnanáttir voru hlýrri og þurrari en norðanáttir. Því ætlaði hann, að betri lönd væru sunnanlands. Sendi syni sína suður á góunni að kanna það. Þeir fundu gróður í Vonarskarði á þessum kalda árstíma. Þarnæsta vor lét hann hvert húsdýra sinna bera byrðar suður yfir og nam allt Fljótshverfi.

Byrjum á jeppaslóð, sem liggur með Skjálfandafljóti austanverðu, á gatnamótum, þar sem þverleið liggur niður að skálanum Blómsturvöllum við fljótið. Við erum á heiðinni í 730 metra hæð. Við förum suður slóðina um Kvíslárbotna, áfram suður Miðdrag og Surtluflæðu. Þar sveigir slóðin meira til suðvesturs og mætir Gæsavatnaleið í 800 metra hæð.

36,2 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Blómsturvellir: N65 04.836 W17 29.764.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Réttartorfa, Vonarskarð.
Nálægar leiðir: Biskupaleið, Suðurárhraun, Ódáðahraun, Gæsavötn, Kambsfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort