Nýjustu mælingar sýna, að ózongatið yfir Suðurskautslandinu er orðið stærra en nokkru sinni fyrr. Gatið myndaðist fyrst um miðjan níunda áratug síðustu aldar og hefur farið stækkandi, þótt það hafi minnkað sum ár. Aðgerðir gegn myndun ózoneyðandi lofttegunda hafa enn ekki megnað að stöðva þessa óheillaþróun, sem sagt er frá í San Francisco Chronicle.