Eitthvert mál um daginn

Punktar

Bjarni Benediktsson segir um lögbrot Sigríðar Andersen dómsráðherra við ráðningu dómara í Landsrétt. „Síðan er málið hér eitthvað til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem er að hefja einhverja athugun á því hvort það er eitthvað frekar til að læra af málinu, ef ég hef skilið það rétt.“ Varla er hægt að orða fyrirlitninguna ljósar. Bjarni þykist vera búinn að gleyma þessu einhverja máli, sem hafi orðið til smá trafala um daginn. Sjálfstæðisflokkurinn sér um sína bófa. Álitsgjafarnir kvarta auðvitað og beina orðum sínum að Katrínu Jakobsdóttir. Hún er raunar forsætisráðherra. Má búast við fleiri raunum af samneyti sínu við bófa.

Herfang í boði

Punktar

Forsætisráðherra hefur skipað sérhagsmunaaðila í nefnd til að fara yfir lög­in um fjár­reiður stjórnmálaflokka. Nefndin leggur auðvitað til, að styrkirnir hækki úr 286 milljónum á ári í 648 milljónir, meira en tvöfaldist. Þetta er samkvæmt ósk allra þingflokka nema Pírata og Flokks fólksins. Þessir tveir eru sennilega einu flokkarnir, sem taka almannahagsmuni fram yfir brútal sérhagsmuni. Yfirskinið er að koma þurfi upp reglum um auglýsingar og áróður nafnlausra eða annarra þriðju aðila. Svo sem samtökum kvótagreifa. Hin raunverulega ástæða er meint þörf flokka til að fá fólk til að borga sem mest af kostnaði bófa og kosningahernaði.

Ítrekuð falsfréttt

Punktar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ítrekað, að heilbrigðiskerfi Íslands sé hið bezta í heimi. Það er falsfrétt, sem verður ekki réttari við að vera ítrekuð. Hundruð frétta um ástand heilsustofnana á árinu segja allt aðra sögu. Heilsukerfi okkar er bara rúst af kerfi. Langir biðlistar eru eftir þjónustu. Bið í sex-átta klukkutíma á slysadeild. Sjúklingar eru geymdir á göngum og í bílgeymslum. Landspítalinn á að telja fullvaxinn norrænn háskólaspítali, en er þó norrænum spítölum langt að baki. Senda verður sjúklinga til útlanda. Þúsundir hafa kynnzt því, að hann líkist sjúkraskýli í Sýrlandi. Áslaug Arna er bullari Flokksins.

Kjararáð fái aumingjana

Punktar

Kjararáð úrskurðar 28-48% á tekjuhæstu hópana. Næsta mál á dagskrá er að fá ráðið til að úrskurða örorkubætur og ellilaun með sama hætti. Kjararáð hefur raunsærri sýn á kjaraþörf en ríkisstjórnin, sem heldur að öryrkjar og gamlingjar geti lifað á 200 þúsund krónum. Ár eftir ár eru þeir skildir eftir. Rétt er, að Kjararáð fái færi á að bjarga sálu sinni með því að skella 350 þúsund krónum á þessa tvo hópa. Það úrskurði jafnframt, að engir launataxtar verði lægri en það. Þá getum við farið að tala saman um borgaralaun. Öll umræða um laun og bætur eru annars fúsk meðan auðgreifum er gert kleift að stela hundruðum milljarða á ári undan skiptum.

Frá Hannesi til Katrínar

Punktar

Þetta byrjaði með Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands. Eingöngu klíkan fékk embætti, nema Einar Benediktsson, fram hjá honum varð ekki gengið. Æ síðan hefur íslenzk pólitík verið svindl og svínarí. Andersen er af þessari hefð, fer óðar að hefja pólitískt val á dómurum. Fólk kvartar auðvitað við forsætis og fær svarið. Katrín Jakobsdóttir vitnar í „kúltúrinn“ hér og segir Andersen ekki munu hætta í ríkisstjórn. Þar með er upplýst, að Katrín er ekki í pólitík til að bæta kúltúr í stjórnmálum. Hún er þar til að varðveita hefðir. Versta hefðin er að taka alltaf sérhagsmuni fram yfir almannahagsmunum. Það gerir stjórn Katrínar á ótal sviðum.

Uppboð veiðileyfa

Punktar

Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata leggja til, að líkleg aukning veiðiheimilda verði boðin upp. Markaðslögmál leysi opinberar úthlutanir af hólmi. Auðveldar aðstoð við raskaðar byggðir og hefur náð góðri reynslu erlendis. Færeyingar og Norðmenn bjóða út veiðiheimildir. Núverandi kvótakerfi hefur ákaft verið gagnrýnt undanfarin ár. Tillögur um útboð hafa verið útfærðar í smáatriðum. Kvótakerfið er rekið í þágu helztu auðgreifa landsins, sem þar fá veiðiheimildir gefins að hálfu leyti. Tilboðsleiðin hins vegar á vel við, þegar úthluta á takmörkuðum gæðum. Þrír flokkar gæta hagsmuna úrelta kerfisins, Sjálfstæðis, Vinstri græn og Framsókn.

Píratar hækka 47%

Punktar

Píratar hækka um 47% frá kosningum til könnunar MMR. Voru með 9,2% atkvæða, hafa nú 13,4%. Áður var kunnugt, að þeir fá meira í könnunum en í kosningum. Taldir nenna síður fara á kjörstað en kjósendur annarra flokka. Að þessu sinni voru þeir duglegir við að aka fólki, en allt kom fyrir ekki. Allt of margir stuðningsmenn nenntu ekki. Kannski höfðu lygar Sjálfstæðis áhrif í restina. Næst hafa Píratar meiri sérstöðu. Hafa farið gegnum þrjú kjörtímabil án þátttöku í ríkisstjórn. Ekki tapað neinu trausti. Þarf næst styttri og róttækari úrdrátt stefnunnar um stjórnarskrá, gegnsæi, opna fundi, málfrelsi, kvenfrelsi, húsnæði og velferð.

Sjúklega veruleikafirrt

Punktar

Sigríður Andersen er sjúklega veruleikafirrt, einstaklega hæf til að vera ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hæstiréttur hefur dæmt Sigríði ráðherra fyrir lögbrot. Annars staðar í Evrópu mundi ráðherrann segja af sér. Hér í bananalandi hyggst Sigríður ekki segja af sér. Ætlar að semja reglugerð, sem mun gera frekari lögbrot hennar sjálfrar fyllilega lögleg. Hún segist ekki vera sammála Hæstarétti og Hæstiréttur verður bara að hafa það. Stjórnarfarið á Íslandi er hætt að vera fyndið. Allt það ógeðslega veður uppi, enda er það augljós stefna Sjálfstæðis, sem er fremur bófaflokkur en málefnaflokkur. Stjórn hinna ríku fyrir þá allra ríkustu.

Slær eigið heimsmet

Punktar

Ríkisstjórn Vinstri grænna hyggst hækka eftirlaunaaldur úr 67 árum í 70. Bein árás á fátæka, sem eiga erfiðara en aðrir með að ná endum saman. Ríkisstjórnin neitar að hækka skattleysismörk, sem mundi bæta kjör fátækra. Í ótal smáatriðum saumar hún að fátæklingum til að þurfa ekki að hækka auðlindarentu og auðlegðarskatt. Þetta er ríkisstjórn hinna ríku fyrir hina ofsaríku. Enda hafa Vinstri græn ekki neinn áhuga á vanda hinna fátæku. Hafa aldrei sótt fylgi til verkafólks. Ég hélt þó, að þau gætu staðið í fæturna, þegar upp koma mál af þessu tagi. Stjórn Vinstri grænna setur nýtt heimsmet í vinnukröfum til aldraðra. Átti áður gamla metið.

Siðblinda og fólska

Punktar

Samkvæmt fjárlögum þarf Landspítalinn að skera niður um 600 milljónir. Þarf að skera niður þjónustuna, sem því nemur. Þetta er í ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Alveg eins og það var í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar í og ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Engu máli skiptir, hvort bófaflokkur er í forsæti eða Vinstri græn eru í forsæti. Þetta er allt sama andskotans íhaldið. Allt fyrir þá ríkustu, niðurskurður á þá fátækustu. Þingmenn fá afturvirka 45% hækkun, aldraðir og öryrkjar fá ekki krónu. Engar smáíbúðir byggðar að frumkvæði ríkisins. Þetta kallast að hata aumingjana. Ráðuneyti Katrínar er tóm siðblinda, fólska og lygi.

Plottarinn og böðullinn

Punktar

Tryggustu kjósendur Sjálfstæðis eru þeir, sem flokkurinn fór verst með í hruninu. Skuldsettir eigendur íbúðar eru enn að verða gjaldþrota, níu árum eftir hrun, af völdum Sjálfstæðis. „Ævinlega voru Íslendingar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrifjaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og öruggast skjól“ (HKL). Enda lýsir helzti plottari Flokksins honum á þennan veg: „Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ (SG). Nú hafa Vinstri græn leitt bófana aftur í valdastólana. Níu árum eftir búsáhaldabyltinguna er allt enn við það sama og áður.

Nízka á heilsuþjónustu

Punktar

Við erum nízkari á heilsuþjónustu en ríki Vestur-Evrópu. 9,3% landsframleiðslu fer til heilbrigðismála. Stóru ríkin og Norðurlönd eru yfirleitt með 11%, þar af yfir 90% greitt af ríkinu. Við getum hæglega farið upp í sama hlutfall með því að hækka auðlindarentuna. Þá væri hægt að afnema biðtíma og biðlista, fjölga sjúkrarúmum og ráða fleiri starfsmenn. Bófaflokkurinn hefur lengi staðið gegn endurbótum. Páll Magnússon kallar forstjóra Landspítalans „vælukjóa“ og segir spítalann fá of mikið fé á fjárlögum. Páll sýnir vel hugarfarið á þeim bæ. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að tapa meira fylgi til að fólk fái sömu þjónustu og Danir og Þjóðverjar.

Ísland ekki alveg ónýtt

Punktar

Á 5000 fésbókarvini og 1000 fylgjendur að auki. Blaðran mín á fésbók er fremur stór. Var að rúlla gegnum það, sem fólk hefur að segja. Reynsla mín er allt önnur en álitsgjafar í fjölmiðlun kvarta um. Meirihluti statusa er að vísu um annað en pólitík. En þeir, sem fjalla um pólitík, eru yfirleitt sanngjarnir og kurteisir. Af þeim má sjá, að stór hópur hefur harðvítugan áhuga á pólitík og skilur, hversu sárt þjóðin er leikin. Í þessum heimi eru fáir, sem hafa trú á bófaflokknum til neinna góðra verka. Þótt 25% þjóðarinnar kjósi fjárglæframenn, eru önnur 25%, sem hafna fjárglæframönnum. Ísland er ekki ennþá alveg ónýtt land. Lifi byltingin.

Fjórir eiga Jerúsalem

Punktar

Ísrael er mesta hryðjuverkaríki heims, að Bandaríkjunum frátöldum. Í sjö áratugi hefur Ísrael þjösnast á Palestínu, skotið íbúa á færi, hrakið þá af landi og eytt húsum þeirra. Allt þjóðfélag Ísraels er meðsekt, Ísraelsmenn eru hryðjuverkamenn, burtséð frá skoðunum manna á gyðingum. Ríki þeirra er krabbamein fyrir botni Miðjarðarhafs, stöðug uppspretta ágreinings milli Bandaríkjanna og ríkja múslima. Allt framferði Ísraels er brot á alþjóðalögum. Yfirtaka þeirra á Jerúsalem er eitt af mörgum brotum. Í gömlu Jerúsalem búa fjórir trúflokkar, múslimar, gyðingar, orþódox kristnir og armenskt kristnir. Þeir eiga allir sama rétt, undir tilsjón Sameinuðu þjóðanna.

Meira brezk en norsk

Punktar

Ýmsar stofnanir bjóða upp á litningagreiningu til að meta skyldleika mannkyns, þar á meðal National Geographic. Þú sendir þeim þitt DNA og færð svörin til baka. Eins og aðrir Cro-Magnon Evrópumenn erum við örlítið skyld forþjóðunum Neanderdal og Denisovan. Sú síðari var á sínum tíma nálægt Baykal vatni í Rússlandi, en hrökk síðan í ýmsar áttir út í Suðurhafseyjar og Ísland. Íslendingurinn er að mestu Norður-Evrópumaður, en skyldari íbúum Bretlandseyja en Danmerkur. Það er dálítið merkilegt. Gaman verður að fylgjast með frekari vexti þessara vísinda, svo að skyldleikinn við Norðmenn, Kelta, Baska, Herúla og aðra verði nánar upplýstur.