Gaman hefur verið að fylgjast með ferli Sigurjóns M. Egilssonar sem blaðamanns og ritstjóra. Hann og Reynir Traustason eru góð dæmi um þá kenningu mína, að sjómenn sé beztu blaðamannsefnin. Á síðustu árum hefur Sigurjón borið af í stétt fjölmiðlunga. Í samanburði var ferill minn snautlegri, á uppgangstíma frjálsrar fjölmiðlunar 1960-1995. Eftir aldamót hefur umhverfi blaðamanna versnað á hverju ári. Stafar af aukinni fátækt fjölmiðla og innreið siðblindra bófa í pólitík og fjölmiðlun. Sigmundur Davíð og Bjarni Ben eru dæmi um snákana. SIGURJÓN bloggar í dag um samskipti sín við Bjarna og aðra bófa úr fjármálum og viðskiptum.