Aftarlega á merinni

Punktar

„Vistvæn“ framleiðsla er önnur en „lífræn“. Vistvænt er ekki fjölþjóðlegt fyrirbæri, heldur uppfinning Bændasamtakanna. Lífrænt (organic) er hins vegar alþjóðlegt fyrirbæri, vottað af þar til bærum vottunarstofum óháðum. Lítið er um lífræna framleiðslu hér á landi, helzt í garðyrkju. Eitthvað er vottað af mjólkurafurðum, einkum Biobú og Kú, líka hluti Mjólkursamsölunnar. Fáir bændur bjóða vottað kjöt, aðallega lamb. Ekkert sláturhús á landinu er lífrænt vottað og engin framleiðsla eggja og kjúklinga. Við erum aftarlega á merinni í þróuninni í átt til heilbrigðrar framleiðslu landbúnaðarafurða.

Í slæmum félagsskap

Punktar

Arctic Circle Ólafs Ragnars Grímssonar er mafía bandarískra og rússneska olíubófa. Markmið klúbbsins er að hafa áhrif á meðferð mála í Dumbshafi. Forseti vor er þar hafður sem silkihúfa, eins og Persaflóaríkin og Kína hafa notað hann og íslenzkir útrásarbófar þar áður. Sem silkihúfa mótmælti Ólafur Ragnar gagnrýni á Pútín Rússlandsforseta á fundi ráðsins í Þrándheimi. Þar er forseti Íslands á hálum ís eins og venjulega. Útþensluvilji Pútíns leynir sér ekki, síðast á Krímskaga. Síðar verður það á norðurslóðum. Ólafur Ragnar hefur jafnan valið sér slúbberta að félögum og er ætíð í slæmum félagsskap.

Stélbrattur

Frá Hveravöllum, eftir jeppaslóð austur og suður fyrir Þjófafell, að Þjófadalaleið.

Þetta er jeppaslóðin, reiðslóðin er aðeins norðar og liggur um Tjarnardali. Þessi leið liggur hins vegar beint ofan á fjallinu Stélbratti.

Byrjum við veðurathugunarstöðina á Hveravöllum. Förum vestur á Stélbratt og síðan niður í Tjarnardali. Þar förum við til suðurs um Sóleyjardal og síðan áfram við austurhlið Þjófafells og suður fyrir fjallið að mynni Þjófadala að sunnanverðu. Þar endar jeppaslóðin og við tekur gamla reiðleiðin niður með Fúlá.

12,3 km
Árnessýsla

Skálar:
Hveravellir : N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Þjófadalir, Guðlaugstungur.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar, Krákur, Kjalfellsleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Stekkás

Frá þjóðvegamótum 925 og 927 við Lagarfljót í Hróarstungu um Stekkás og Fjallssel að Ormarsstöðum við Lagarfljót á Héraði.

Byrjum við þjóðvegamót 925 og 927 við Lagarfljót í Hróarstungu. Förum suður með vegi 925 meðfram Lagarfljóti að vestanverðu. Um Krakagerði, þar sem kemur hliðarleið norðan úr Hróarstungu. Síðan áfram með fljótinu, um Vífilsstaði og áfram með veginum suðvestur um Vörðuás og Stekkás Yfir þjóðveg 1 norðan Þröskuldar og suðvestur um Egilssel að Fjallsseli. Þaðan suður um Þórleifará, Refsmýri og loks Ormarsstaði að vegi 931 við Ormarsstaðarétt.

30,9 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Krókavatn, Fallegiklettur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Steinheiði

Frá Aðalbóli í Austurárdal um Steinheiði að Efra-Núpi í Núpsdal.

Förum frá Aðalbóli vestur um Steinheiði að þjóðvegi 704 við Efra-Núp.

5,0 km
Húnavatnssýslur

Nálægir ferlar: Aðalbólsheiði.
Nálægar leiðir: Núpdælagötur, Aðalbólsháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Steingrímsfjarðarheiði

Frá Nauteyri við Ísafjörð að Víðivöllum í Steingrímsfirði.

Farin er gamla reiðslóðin, sem að töluverðu leyti er utan bílvegarins, beggja vegna hans.

Förum frá Nauteyri um Rauðamýri og síðan suður um Lágadal austan Lágadalsár og síðan vestan árinnar um Miðdal. Þaðan til suðurs upp Hestabeinahæð á Steingrímsfjarðarheiði. Til suðausturs um heiðina á Sótavörðuhæð í 460 metra hæð. Þaðan um Digravörðuhrygg að sæluhúsinu á Gluggavörðuhrygg. Síðan í krók suður fyrir Ögmundarvatn og um Björnsvörðuholt og Biskupsvörðu. Þar næst austur Tungur, norðan Norðdals og bratta sneiðinga sunnan Flókatungugils og um Flókatungu niður í Staðardal, austur dalinn að Víðivöllum.

35,0 km
Vestfirðír

Skálar:
Steingrímsfjarðarheiði: N65 45.036 W22 07.790.
Steingrímsfjarðarheiði eldri: N65 45.191 W22 08.122.

Nálægar leiðir: Kollabúðarheiði, Þorskafjarðarheiði, Langidalur, Staðarfjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Steinadalsheiði

Frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði um Steinadalsheiði að Undralandi í Kollafirði.

Gamall bílvegur, áður fjölfarinn, en nú lítið notaður. Andrés Guðmundsson, sonur Guðmundar ríka, fór yfir Steinadalsheiði frá Felli í Kollafirði, þegar hann hertók Reykhóla frá þeim bræðrum Birni ríka Þorleifssyni og Einari Þorleifssyni.

Förum frá Gilsfjarðarbrekku. Stutt er að Kleifum, þangað sem leið liggur um Snartartunguheiði og önnur um Krossadal. Fylgjum þjóðvegi 69 alla leiðina um heiðina. Förum norður Brekkudal milli Brekkufjalls að vestan og Þverbrúnar að austan. Síðan norðaustur á Steinadalsheiði framhjá Heiðarvatni og svo norður Þórarinsdal og norðaustur Steinadal undir Nónfjalli að vestan. Dalurinn sveigir til austurs og endar við Undraland í Kollafirði milli bæjanna Stóra- og Litla-Fjarðarhorns.

15,1 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægir ferlar: Krossárdalur, Bitruháls, Snartartunguheiði.
Nálægar leiðir: Vatnadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Stapafell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Njarðvík um Stapafell til Grindavíkur.

Greiðfær leið.

Í bæklingi Ferðamálasamtaka Suðurnesja um Árnastíg segir m.a.: “Upphaf Árnastígs er við Húsatóftir í Staðarhverfi (austan við golfvöllinn) og Skipsstígs við gatnamót Nesvegar og Bláalónsvegar ofan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík. Leiðirnar koma saman ofan við Rauðamel og enda við Fitjar í Njarðvík. Í opnu bæklingsins má sjá kort af leiðunum. Árnastígur liggur með Sundvörðuhrauni, um Eldvarpahraunin, misgengi Klifgjár að Þórðarfelli og Stapafelli að gatnamótum Skipsstígs.”

Byrjum sunnan hitaveitutanka við þjóðveg 41 í Njarðvíkum. Förum suðaustur með hitaveituleiðslu. Beygjum síðan frá leiðslunni til suðurs, förum vestan Sjónarhóls. Síðan austan við Stapafell og Súlur, vestan við Þórðarfell og Lágafell. Suðaustur um Árnastíg og suður í Tóttakróka. Loks austur með vegi um ströndina til Grindavíkur.

16,4 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Vatnsleysuströnd, Skipsstígur, Sýrfell, Einiberjahóll, Skjótastaðir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Stangarskarð

Frá Skriðu eða Skriðustekk í Breiðdal um Stangarskarð til Skála í Berufirði.

Stórbrotin leið á slóðum Breiðdalseldstöðvar.

Förum frá Skriðu eða Skriðustekk suðvestur með Skriðuá upp í Skriðudal. Fyrir botni dalsins er Stöng. Við förum vestan við tindinn um Innra-Stangarskarð í 680 metra hæð. Getum líka farið austan við tindinn um Ytra-Stangarskarð í 710 metra hæð. Úr Innra-Stangarskarði förum við suðvestur að þjóðvegi 1 hjá Skála.

6,8 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Dísastaðahjalli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is

Stefna andverðleika

Punktar

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir var oft til vandræða í umhverfisráðuneytinu. Vinnusálfræðingur var látinn skoða málið. Niðurstaða hans var, að hafið væri yfir allan vafa, að hún hefði „margsinnis með óásættanlegu viðmóti sínu og framkomu stuðlað að samskiptavanda innan ráðuneytisins“. Róttækt tilfelli andverðleika. Einnig var hún einnig úrskurðuð óhæf sem umsækjandi um starf framkvæmdastjóra Lánasjóðs námsmanna. Sigurður Ingi ráðherra afturkallaði áminningu frá ráðuneytisstjóranum og rak hann. En Illugi Gunnarsson ráðherra réð svo sjálfa andverðleika-frúna í Lánasjóðinn. Ófyrirleitinn bófaflokkur.

Stakkavík

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Hafnarfirði um Kerlingarskarð til Vogsósa í Selvogi.

Hliðarleið af Selvogsgötu, gamallar þjóðleiðar milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Leiðin er stundum kennd við Kerlingarskarð, sem er vestasta skarðið af Grindarskörðum og það eina, sem er hestfært. Þegar upp skarðið kemur eru fleiri leiðir en sú, sem hér er lýst, niður að öðrum bæjum í Selvogi. Þegar þessi leið var farin úr Selvogi til Reykjavíkur, var það kallað að fara suður, þótt raunar sé leiðin í hánorður. Til baka var kallað að fara austur í Selvog.

Byrjum á Selvogsgötu suðaustan Kerlingaskarðs og sunnan við Litla-Kóngsfell. Við förum suður milli Vesturása og Austurása og förum síðan suður af fjallinu um Selstíg að Höfða við Hlíðarvatn. Aðrar leiðir úr Kerlingarskarði eru austan þessarar.

9,7 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Selvogsgata, Hildarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Stafsheiði

Frá Víðinesi í Skriðdal um Stafdal til Þorvaldsstaða í Norðurdal í Breiðdalsvík.

Á kortinu er sýnd gamla reiðleiðin, en nú liggur jeppaslóð um dalinn og Stafsheiði, ekki alveg á sama stað og reiðleiðin.

Byrjum við þjóðveg 1 milli Arnhólsstaða og Víðilækjar í Skriðdal norðan við brúna á Jóku. Förum eftir jeppaslóð suðaustur dalinn austan við Hallbjarnarstaðatind og vestan Tröllafjalls. Við förum áfram fyrir mynni Djúpadals og eftir Stafdal suður um brekkuna Staf á skarðið í 680 metra hæð. Síðan förum við suður Stafsheiðardal niður í Norðurdal og síðan suðaustur Norðurdal að Þorvaldsstöðum.

21,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Hraungarðsbunga, Þórdalsheiði, Vatnsdalur, Launárskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Stafnsvötn

Frá Gili í Vesturárdal í Skagafirði um Stafnsvötn að leiðinni milli Ingólfsskála og Laugafells.

Vesturárdalur er fagur dalur, einkum innri hluti hans.

Förum frá Gili suður dalinn. Þar sem dalurinn þrengist við eyðibýlið Þorljótsstaði, þar sem nú er fjallakofi. Þaðan liggur sneiðingur austur á Giljamúla og síðan slóð suðaustur eftir fjallinu, yfir Stafnsvatnahæð, sunnan við Stafnsvötn, hjá Sjónarhól í 690 metra hæð og síðan að Reiðhól í 700 metra hæð. Skömmu síðar komum við að leið vestur í Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.

36,3 km
Skagafjörður

Skálar:
Þorljótsstaðir: N65 12.468 W18 55.695.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hofsafrétt, Eyvindarstaðaheiði.
Nálægar leiðir: Giljamúli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Stafnes

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Stafnesi til Hafna á Reykjanesskaga.

Förum frá Stafnesi suður með ströndinni og áfram austur með henni allt austur fyrir Ósana. Förum þar suður á þjóðveg 44 til Hafna.

8,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Stafholt

Frá Höll í Þverárhlíð um Stafholtstungur og Norðurá að Hvítárbrú við Ferjukot.

Förum frá Höll suðvestur um Varmaland og yfir þjóðveg 50 og áfram suðvestur heimreið að Stafholti. Þaðan suður með Norðurá austan megin að Flóðatanga og yfir ána á Stafholtshólma. Áfram suður með ánni vestan megin að gömlu Hvítárbrúnni við Ferjukot.

24,6 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH