Sóleyjarbakki

Frá Gunnbjarnarholti um Sóleyjarbakkavað að Sóleyjarbakka.

Byrjum hjá þjóðvegi 30 við Gunnbjarnarholt. Förum þaðan norður yfir Stóru-Laxá að þjóðvegi 340 milli Birtingaholts og Sóleyjarbakka.

2,1 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Iðubrú, Hvítárbakkar, Þjórsárbakkar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Snæfjallaheiði

Frá Berjadalsá á Snæfjallaströnd um Snæfjallaheiði að Kumlá í Grunnavík.

Gömul og grýtt póstleið. Fara þarf varlega, því að leiðin er víða nálægt brúnum Vébjarnarnúps. Uppi á heiðinni er leiðin vel vörðuð. Um tvær leiðir er að velja. Sú nyrðri er með stærri vörðum og er hún vetrarleið. Syðri leiðin er betri yfirferðar að sumri.

Sumarliði Brandsson póstur hrapaði með hesti sínum fyrir bjargbrjún Vébjarnarnúps árið 1920 og fórust báðir. Þegar leit var gerð að honum, fórust þrír leitarmenn í snjóflóði. Síðar fundust pósttaska og reiðtygi Sumarliða á klettasnös.

Förum frá Berjadalsá upp með Íralæk rétt utan við Berjadalsá um sneiðinga upp á grösugan Reiðhjalla í fjallsbrúninni. Síðan norðvestur um Snæfjallaheiði í 470 metra hæð. Að lokum bratta sneiðinga austnorðaustur að Nesi eða Kumlá í Grunnavík. Þaðan er stutt leið norður að Stað.

12,6 km
Vestfirðir

Skálar:
Sútarabúðir: N66 14.722 W22 52.290.

Nálægar leiðir: Vébjarnarnúpur, Höfðaströnd.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Snæfell

Frá Kárahnjúkavegi vestan Glúmsstaðadals um Vesturöræfi og Snæfell í Hátungu við Eyjabakkajökul.

Vesturöræfi eru víðáttumikið votlendi í um og yfir 600 metra hæð, kjörlendi hreindýra. Snæfell er með hæstu fjöllum landsins með óviðjafnanlegu útsýni, 1833 metra hátt. Stíf gönguleið er frá Snæfellsskála á fjallið.

Byrjum við Kárahnjúkaleið rétt vestan Glúmsstaðadals. Við förum til suðvesturs fyrir austan Glúmsstaðadalsá og áfram suðsuðvestur um Vesturöræfi að fjallaskálanum Sauðakofa vestan við Kofaöldu. Síðan til austsuðausturs norðan Sauðahnjúka að Snæfellsskála vestan Snæfells. Þaðan til suðurs fyrir austan Fitjahnjúk og fyrir vestan Þjófahnjúka. Síðan suður á Hátungu.

38,8 km
Austfirðir

Skálar:
Sauðakofi: N64 49.632 W15 47.914.
Snæfell: N64 48.233 W15 38.569.

Nálægar leiðir: Vesturöræfi, Kárahnjúkar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Snóksheiði

Frá Bjarnarnesi á Hornströndum um Snókarheiði til Lónafjarðar í Jökulfjörðum.

Stundum kölluð Snókarheiði, en réttar er Snóksheiði. Þetta er gömul póstleið til Sópanda í Lónafirði og þaðan að Kvíum. Hún er hins vegar varhugaverð ókunnugum. Ekki má trúa leiðinni nákvæmlega eins og hún er sýnd á kortinu.

Förum frá Bjarnarnesi á Hornströndum um vörðu neðan við Bjarnarneshæð. Varðan er hluti af merkingu póstleiðarinnar vestur um Snóksheiði. Við förum vestsuðvestur um Snóksheiði norðan og vestan við Snók og síðan áfram sömu átt niður að Lónafirði.

9,2 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hornstrandir, Lónafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vestfjarðavefurinn

Snókafell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Straumsvík um Snókafell á leiðina um Vatnsleysuheiði.

Förum frá Straumsvík suður yfir Keflavíkurveginn og suðsuðvestur Rauðamelsstíg og Mosastíg. Áfrm um Snókafell og Lambafell að Trölladyngju. Loks suðvestur með fjallgarðinum á Vatnsleysuheiðarleið milli Kúagerðis og Grindavíkur.

14,0 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Vatnsleysuheiði, Sauðbrekkugjá, Vatnsleysuströnd.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Snjóalda

Frá Veiðivatnaleið um Snjóöldufjallgarð að Tungnaá.

Í skarðinu milli Snjóöldu og Snjóöldufjallgarðs fundust mannvistarleifar útilegumanna, tveir kofar með svefnbálkum og ýmsir smáhlutir, einkum til veiðiskapar.

Byrjum á Veiðivatnaleið hjá Polli milli Arnarpolls að norðan og Snjóölduvatns að sunnan. Förum til austnorðausturs norðan við Ónýtavatn og Skálafell. Beygjum til suðurs fyrir austan Skálafell og förum suður og suðaustur yfir Snjóöldufjallgarð, að Tröllunum suðaustan við Snjóöldufjallgarð. Að lokum norðaustur meðfram Tungnaá.

12,7 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært

Nálægar leiðir: Veiðivötn, Grænavatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Snartartunguheiði

Frá Kleifum í Gilsfirði til Snartartungu í Bitrufirði.

Skemmtileg leið, en varasöm nálægt Kleifum, ef ekki er fylgt réttri slóð. Því er nauðsynlegt að kynna sér leiðina þar vel eða hafa kunnugan með í för. Að öðru leyti er hún þægileg yfirferðar.

Í gamla daga var oft farið til fjallagrasa á heiðina. Þjóðsögur segja frá huldufólki, sem hafði að plagsið að hnupla smáhlutum af grasafólki á fjalli. Förum frá Kleifum suður og upp Kleifar hjá Hafurskletti og ofan við Gullfoss upp á Snartartunguheiði. Hana förum við til suðausturs milli Lambavatns í austri og Grjótárlægða í vestri, og erum þar í 340 metra hæð. Förum síðan suðvestur um Torfalægðir niður í Norðdal, sunnan Eyrarfjalls og norðan Tungumúla. Förum austur Norðdal. Fyrir mynni dalsins er Snartartunga, þar sem mætast Norðdalur og Brunngilsdalur.

14,0 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Gaflfellsheiði, Krossárdalur.
Nálægar leiðir: Hölknaheiði, Steinadalsheiði, Vatnadalur.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Herforingjaráðskort

Smælingjadalur

Frá Smælingjadal í Tálknafirði upp á Lambeyrarhálsleið til Patreksfjarðar.

Hæg leið og vörðuð, en grýtt. Bratt er niður í Lambadal.

Förum frá Tálknafirði á vegi í Smælingjadal vestan Lambeyrar. Förum suðvestur og upp Lambadal á Lambadalsheiði í 470 metra hæð. Þaðan suður á Lambeyrarhálsleið vestan Kríuvatna í botni Litladals. Sú leið liggur til Patreksfjarðar.

3,6 km
Vestfirðir

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Lambeyrarháls, Molduxi, Tálknafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Smjörvatnsheiði

Frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð að Sunnudal í Vopnafirði.

Leiðin er að mestu leyti vörðuð.

Þekktasti og lengi mest notaði fjallvegurinn milli Fljótsdalshéraðs og Vopnafjarðar. Hann er töluvert langur, tvær þingmannaleiðir. Um hann var lögð vísa í Beinavörðu: “En sá heiðarandskoti / ekki strá né kvikindi, / en hundrað milljón helvíti / af hnullungum og stórgrýti.” Í sóknarlýsingu segir: “Vegurinn er grýttur og allillur yfirferðar, sæmilega varðaður.” Um 20 km af leiðinni eru ofar 600 metrunum. Á Fossvöllum bjó landnámsmaðurinn Þorsteinn torfi. Bærinn er rétt hjá brúnni á Jökulsá á Dal. Á Fossvöllum voru manntalsþing og alþingiskosningar. Á Hrafnabjörgum hafa fundizt leifar af hofi og blóthringur.

Förum frá Fossvöllum vestur á fjallið sunnan við Laxá milli Hrafnabjarga að norðan og Keldudalshæðar á sunnan. Síðan áfram vestur að Fossá, yfir hana og með henni að austanverðu upp Biskupsbrekku að Kaldárhöfða. Þar byrja vörðurnar. Síðan sunnan við höfðann og norðan við Laxárdalshnjúk til vesturs að Fjórðungsvörðu í 710 metra hæð. Nokkru vestar komum við að Beinavörðu og síðan að sæluhúsi á Vöðlum á Smjörvatnsheiði. Þar eru Smjörvötn framundan og við sveigjum til norðurs fyrir austan vötnin. Förum síðan norður og niður Þrívörðuháls, Langahrygg og Tungufell. Og loks um Kisulág að Guðmundarstöðum eða Sunnudal.

35,6 km
Austfirðir

Skálar:
Smjörvatnsheiði: N65 30.096 W14 52.725.
Vaðlabúð: N65 30.288 W14 53.224.

Nálægar leiðir: Hofteigsalda, Sauðahryggur, Lambadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sléttuvegur syðri

Frá Fjallgarði við Svalbarðsskarð til Laxárdals í Þistilfirði.

Þetta er syðsti hluti hins gamla Sléttuvegar. Miðhlutanum er hér lýst undir heitinu Fjallgarður og nyrsta hlutanum sem Sléttuvegur nyrðri.

Byrjum við Fjallgarð undir Svalbarðsskarði. Förum til suðvesturs vestan við Óttarshnjúk og vestan við Sandvatn. Síðan yfir þjóðveginn um Öxarfjarðarheiði og austsuðaustur um Einarsskarð, til suðausturs sunnan við Flautafell, yfir Svalbarðsá og austur á milli Kvígindisfjalla. Næst um krók suður í Grímsstaði og norðaustur um Vörðuás, að vegi 868 við Laxárdal.

37,5 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Klíningsskarð, Blikalónsdalur, Fjallgarður, Öxarfjarðarheiði, Laufskáli, Álandstunga.
Nálægar leiðir: Hólsstígur, Beltisvatn, Grasgeiri, Hófaskarð, Hólaheiði, Kollavíkurskarð, Biskupsás, Súlnafell, Búrfellsheiði, Heljardalur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Smjörbítill

Frá Sauðafellsstykki hjá þjóðvegi 864 norðan úr Öxarfirði um Smjörbítil að Sandskála á Hólsfjöllum.

Um vörðuna Smjörbítil segir Örnefndastofnun: “Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. Hann var jafnan í búri hjá móður sinni og „át það af matnum er hann vildi helzt; því var hann Smjörbítill kallaður“(V:168). Þarna mætti hugsa sér að smjörbítill merkti: ‘sá sem bítur smjör, það er neytir þess sem best er’. Smjör var eitt sinn eftirsótt munaðarvara og því var nærtækt að líkja einhverjum góðum kosti við smjör. Á landnámsöld var gæðum landsins lýst þannig að „þar drypi smjör af hverju strái“. Er þar átt við góða haga fyrir búfénað.“

Förum frá Sauðafellsstykki hjá þjóðvegi 864 norðan úr Öxarfirði. Suðaustur um vörðuna Smjörbítil og Miðleiðisöldu og síðan norður að suðurenda Reyðar. Þaðan austur að fjallaskálanum Sandskála.

19,9 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Sandskáli: N65 52.389 W16 05.880.

Nálægar leiðir: Hestatorfa.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sléttuvegur nyrðri

Frá Raufarhöfn um Sléttuveg til Laxárdals í Þistilfirði.

Byrjum sunnan Raufarhafnar hjá Hólsstíg við Grashól. Förum til suðurs vestan við Mjóavatn og Héðinsstaðavatn og síðan vestan við Bláskriðu og Fjallgarð. Til suðvesturs vestan við Óttarshnjúk og vestn við Sandvatn. Síðan yfir þjóðveginn um Öxarfjarðarheiði og austsuðaustur um Einarsskarð, til suðausturs sunnan við Flautafell, yfir Svalbarðsá og austur á milli Kvígindisfjalla. Næst um krók suður í Grímsstaði og norðaustur um Vörðuás, að vegi 868 við Laxárdal.

9,1 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Klíningsskarð, Blikalónsdalur, Fjallgarður, Öxarfjarðarheiði, Laufskáli, Álandstunga.
Nálægar leiðir: Hólsstígur, Beltisvatn, Grasgeiri, Hófaskarð, Hólaheiði, Kollavíkurskarð, Biskupsás, Súlnafell, Búrfellsheiði, Heljardalur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sléttuheiði

Frá Hesteyri í Hesteyrarfirði að Sæbóli í Aðalvík.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “Upp frá Stað austanvert við vatnið liggur leiðin … Brekkurnar eru töluvert í fangið uppúr dalbotninum framan við Staðarvatn og hægara að sniðskera þær, fannir eru efst í brúnum. Yfir heiðina er fylgt vörðum og skýrum slóða … Af Sléttuheiði er komið niður í Sléttudali, Ytri- og Innri, kjarrvaxið land með grasgefnum brokmýrasundum … Um Ytri-Hesteyrarbrúnir og niður Bröttugötu og í Hesteyrarfjörð þar sem gata er glögglega mörkuð í bratta hlíðina og þéttar birkibreiður verma sig á skriðum beint móti suðri í sólskini.”

Förum frá Hesteyri suður ströndina undir Nóngilsfjalli. Fyrst um eyrar, síðan um fjöru og þaðan fyrir ofan bakka. Förum um Grasdal skýra og auðvelda götu um Götuhjalla og Bröttugötu vestur á Ytri-Hesteyrarbrúnir og þaðan beint vestur Sléttuheiði. Gott útsýni er þar, gatan greið og vel vörðuð. Af heiðinni er þverleið suður á Sléttu. Leið okkar liggur áfram norðaustur og síðan bratt um sneiðinga niður í Fannadal og þar vestur um mýrar að Staðarvatni og Stað í Aðalvík. Meðfram vatninu norðanverðu og síðan norðvestur að sjó við Húsatún. Þaðan með ströndinni vestur að Sæbóli.

13,7 km
Vestfirðir

Skálar:
Látrar: N66 23.555 W23 02.200.

Nálægar leiðir: Slétta, Kjaransvíkurskarð, Hesteyrarbrún, Háaheiði, Hesteyrarskarð, Þverdalsdrög, Aðalvík, Hraunkötludalur, Skarðadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Slétta

Frá Sléttunesi á Sléttuheiðarveg milli Hestvíkur og Aðalvíkur.

Lynggróin og kjarrvaxin holt.

Förum frá Sléttunesi norður með Sléttuá upp á Sléttuheiðarveg, sem liggur milli Hesteyrar og Húsatúns eða Sæbóls í Aðalvík.

1,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Sléttuheiði, Hraunkötludalur, Skarðadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skötufjarðarheiði

Frá Heydal í Mjóafirði að Borg í Skötufirði.

Bratt er að fara niður í Skötufjörð og verður að fara þar með gát. Einnig er bratt niður í Heydal.

Förum frá Heydal vestur Heydal og síðan upp norðurfjallið á Skötufjarðarheiði. Förum sunnan og vestan við háheiðina og þaðan norður um Garðalág bratt niður í botn Skötufjarðar. Þaðan um Almenninga norður að Borg.

13,8 km
Vestfirðir

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Grafaskarð, Glámuheiði nyrðri, Gljúfradalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort