Frá Hólaskjóli um fjallakofann í Skælingum að Sveinstindi við Langasjó.
Skælingar eru giljóttir og grónir móbergshryggir, sem eru víða seinfarnir vegna mislendis. Þaðan er gott útsýni til Sveinstinds og Lakagíga. Stóragil í Skælingum er þyrping hraundranga.
Förum frá fjallaskálanum í Hólaskjóli í 330 metra hæð og norður Fjallabaksleið upp undir Eldgjá. Beygjum þar inn á þverleið til austurs að Gjátindi. Förum þá leið upp hlíðina og síðan þverleið til suðurs niður á flatlendið við Skaftá. Förum norðaustur með ánni að fjallaskálanum í Skælingum í 460 metra hæð. Förum síðan upp hlíðina til norðausturs og síðan norðurs og loks til vesturs að Blautulónum. Förum norður með austurjaðri lónanna, sums staðar í vatnsborðinu. Komum þar á jeppaveg frá Fjallabaksleið inn að Langasjó. Fylgjum þeim vegi norður og norðaustur, hæst í 700 metra hæð, að Hellnafjalli. Förum þar suður afleggjara vestan og sunnan við Hellnafjöll og síðan norðaustur að Skaftá að fjallaskálanum Sveinstindi undir samnefndu fjalli, í 600 metra hæð.
40,5 km
Rangárvallasýsla, Skaftafellssýslur
Skálar:
Hólaskjól: N63 54.441 W18 36.235.
Skælingar: N63 58.831 W18 31.295.
Sveinstindur: N64 05.176 W18 24.946.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Fjallabak nyrðra, Landmannaleið, Hólaskjól, Mælifellssandur, Breiðbakur.
Nálægar leiðir: Gjátindur, Sveinstindur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort