Hef litla trú á, að gengi krónunnar lækki á næstu misserum. Hefur að jafnaði verið á uppleið allt árið. Ytri skilyrði eru ekki að fara að versna. Ferðamenn verða fleiri en í fyrra og næsta ár verða þeir fleiri en í ár. Aflabrögð verða betri en í fyrra. Ég sé ekki, að slíkt gefi tilefni til lægri krónu. Dýrt fúsk í Seðlabankanum hefur ekki nein áhrif. Né heldur grátkórar hagsmunaaðila. Dollarinn er á leið niður fyrir hundraðkallinn og evran niður að hundraðkalli. Pundið er í sínu eigin Brexit-rugli og verður áfram, þegar bankarnir flýja til Frankfurt. Íslenzka krónan verður áfram sprek í gengishafinu, handónýt sem gjaldmiðill.