Pakkið fer á Hraunið

Punktar

Tilgangur laga og réttar er að halda alþýðunni í skefjum. Fyrir að stela vodka-flösku á veitingahúsi ferðu á Hraunið í þrjá mánuði. Fyrir að stela þér til matar í tvígang á 10-11 ferðu á Hraunið í fimm mánuði. Hvorugt er á skilorði. Hins vegar er hvítflibbi, sem stelur milljörðum af banka, sagður hafa stundað „innherjasvik“. Hann situr þrjá mánuði í samfélagsþjónustu með vinum sínum á lögfræðistofunni Lex. Sá er munurinn á hvítflibbaglæpum yfirstéttarinnar og nytjastuldi aumingjanna. Yfirstéttin nýtur verndar laga og dómstóla, en pakkið fer beint á Hraunið. Ísland í dag, þar sem pamfílarnir eru aðalbófarnir.