Ég er sannleikurinn, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri efnislega um kynbundinn launamun dagskrárstjóra sjónvarps. Hann segir vera “skýrt”, að kynbundinn launamunur finnist ekki hjá Ríkisútvarpinu. Vill samt ekki gefa upplýsingar um launamun dagskrárstjóra. Hann berst raunar gegn því með kjafti og klóm. Kærunefnd upplýsingalaga hefur úrskurðað, að honum beri að veita þessar upplýsingar. En Páll neitar samt. Hann telur menn ekki þurfa að sjá gögnin. Ekki frekar en Tómas þurfti að sjá naglaförin. Nóg sé bara að treysta sér. Þannig er Páll æðri en Kristur, er leyfði Tómasi að þreifa.