Páll telur mínútur

Punktar

Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, leggur lóð sína á vogarskál kvartana yfir meintri afturför Ríkisútvarpsins. Hann ætti að vita manna bezt um, hvernig Páll Magnússon útvarpsstjóri stýrði Ríkisútvarpinu í þessa sorglegu átt. Páll tekur sérstaklega undir þá skoðun, að Ríkisútvarpið sé rekið fyrir notendur í hverfi 101. Nefnir sem dæmi Silfur Egils um helgina og telur mínútur hvers umræðuefnis. Samkvæmt því er sérstakur áhugi miðbæjarbúa á efni um bús í búð og Trump. Ég næ því ekki. Enda eru það einkum túristar, sem búa í 101. Víst fannst mér Silfrið lélegt núna, en sé ekki samhengið við 101. Páll þarf brýnt að útskýra það nánar.