Panama-stjórnin bíður

Punktar

Vilji breytingasinnar mynda ríkisstjórn, verða þeir fyrst að vinna kosningar. Því víðar, sem þeir leita samstarfs, þeim mun þyngra er undan fæti. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar geta unnið saman og treysta hver öðrum. Eigi svo að bæta gömlu Framsókn við, þá vandast málið. Þá taka við ýmiss konar sérhagsmunir og einkahagsmunir, sem þurfa að fá sitt. Auðveldara er að prófa Viðreisn, þar eru daufari sérhagsmunir og einkahagsmunir og meira af hugsjónum. Þetta eru prófin tvö, sem Katrín Jakobsdóttir þarf að standast. Hugsanlega gæti það gengið upp á nokkrum dögum. Ef ekki, þá bíða Bjarni og Sigmundur með grautfúla Panama-stjórn.