Grikkir og Ítalir hafa ekki sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Tæknikratar úr evrópsku samstarfi eru ekki manna bezt hæfir til að tala við almenning. Lucas Papademos var aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópu og Mario Monti var forstjóri hjá Evrópusambandinu. Þeir eru vafalaust hæfir hagfræðingar. Samt í hópi þeirra, sem telja, að skuldir beri að greiða upp í topp. Fallið hefur á þau fræði síðustu mánuði, þegar skoðuð er ábyrgðarlaus hegðun lánveitenda. Tími er kominn til að skrúfa fyrir ábyrgðarlausan blöðrublástur pilsfalda-banka, sem treysta á ríkisábyrgð. Papademos og Monti eru ekki menn til þess.