Pappírinn víkur

Punktar

Pappírinn víkurÍ hálft annað ár hef ég rekið pappírslaus viðskipti. Hef ekki átt prentara og ekki notað prentara á vinnustöðum í 18 mánuði. Er kominn upp úr kafi pappírs, sem var fyrsta afleiðing tölvuvæðingarinnar. Tölvurnar áttu að afnema pappír, en byrjuðu á að magna notkun hans. En nú er þetta að lagast og margir farnir að frelsast. Notkun auðþjóðanna á pappír er farin að minnka, um 6% árin 2000-2005, niður í 250 kíló á mann. Nú bíð ég eftir, að á markaðinn komi almennilegt tölvulestrartæki til að leysa bækur af hólmi. Þá get ég loksins sagt með sanni, að ég taki ekki þátt í að eyða skógunum.