Sjálfstætt hugsandi sjálfstæðismenn hafa líklega bara einu sinni verið eins reiðir út í flokkinn og nú. Þá var það eftir hrunið. Nú er það eftir svikið loforð um þjóðaratkvæði. Flokkurinn reynist ekki styðja frelsi í viðskiptum, heldur pilsfald fyrir kvótagreifa á sjó og landi. Eitthvert brottfall verður í kosningum vegna þessa, líklega svipað og síðast. Að vera sjálfstæðismaður er partur af eðli fólks, burtséð frá hugmyndafræði. Menn velja sér formann til að hugsa fyrir sig. Veldur því, að flokkurinn fer tæpast niður fyrir 20% fylgi. Veldur því líka, að lítið pláss er fyrir alvöru markaðshyggjuflokk.