Partur af íhaldinu

Punktar

Meginásar stjórnmálanna eru ekki lengur vinstri-hægri, heldur breytingar-íhald. Þrír flokkar hafna breytingum, hafa 35 þingmenn og eru að mynda íhaldsstjórn. Fjórir flokkar breytinga hafa 21 þingmenn og ná ekki meirihluta. Þrír þeirra eru komnir í samstarfshóp, en hafa ekki talað við fjórða flokkinn, Flokk fólksins. Skrítið er, að flokkur fátækra skuli ekki teljast stjórntækur. Breytingahópurinn þarf að ná Vinstri grænum yfir til sín til að vera í meirihluta. Og það virðist ekki vera gerlegt. Þeir, sem vilja breytingar á þjóðfélaginu, geta því framvegis ekki lengur reiknað með Vinstri grænum. Þau eru orðin vinstri partur íhaldsins.