Passaðu þig

Punktar

Uggur sækir að fólki víða um heim og mest í Bandaríkjunum, þar sem menn eru ekki bara hræddir við fuglaflensu, heldur ótal önnur vandræði, allt frá Osama bin Laden til kalkúna, sem sagðir eru farnir að ráðast á fólk í úthverfum, samkvæmt Wall Street Journal. Bílaframleiðendur á borð við Volvo og Lexus auglýsa bílana eins og þeir séu að auglýsa brynvarða skriðdreka. Upp er komin krafa um, að fótboltakrakkar noti hjálma. Og New York Times varar fólk við notkun vatns til baða. Washington Times hefur rosaáhyggjur af X-geislum og gamma-geislum frá Norður-Kóreu og Íran.