Eftir hálft ár flottrar útkomu í könnunum vilja allir vera píratar. Til dæmis þeir, sem áður hafa án árangurs reynt fyrir sér í pólitík. Þannig er um alla þá fjölbreyttu flokka, sem hlutu ekkert fylgi í síðust kosningum. Hvað sem þeir hétu, Hægri grænir, Flokkur heimilanna, Regnboginn, Lýðræðisvaktin, Húmanistar, Dögun, Sturla, Landsbyggðin, Alþýðufylkingin, Bjartsýnisflokkurinn, Kristilegir eða Lýðfrelsisflokkurinn. Til dæmis ávarpar eigandi Hægri grænna sig jafnan á vef pírata sem „við píratar“. Ótrúlegt safn lúsera. Og nú vill félag gamlingja bjóða fram með pírötum. Samanlögð einsmálsfélög munu þó ekki auka fylgi pírata.