Silvio Berlusconi galt mikið afhroð í héraðskosningum á Ítalíu í gær. Flokkasamsteypa hans tapaði í 11 umdæmum af 13. Búist er við sundrungu meðal ríkisstjórnarflokkanna í kjölfarið, sem getur orðið afdrifarík í þingkosningum að ári. Berlusconi er annar þjóðarleiðtoginn í Evrópu, sem borgar dýru verði stuðninginn við hernað Bandaríkjanna í Írak. Áður hafði José Aznar á Spáni fallið í þingkosningum fyrir réttu ári. Og því er spáð, að Tony Blair verði tæpur í þingkosningunum í Bretlandi 5. maí. Hann hafði áður fyrr yfirburðafylgi í skoðanakönnunum, en nún er það horfið.