Þegar ég var ungur maður og átti nóga peninga, kom ég oft á Naustið. Þar var annars vegar bezta veitingahús landsins og hins vegar barinn hans Símonar á loftinu. Þar uppi sátu um helgar mestu menningarvitar landsins og niðri sat ég og snæddi Chateaubriand, sennilega með Bernaise. Aldrei hefur hér verið hannað skemmtilegra veitinga-húsnæði. Sveinn Kjarval hafði sæmdina af því. Löngu síðar stútaði Karl Steingrímsson í Pelsinum innréttingunum og setti upp ofur-hallærislegan Kínastað. Hann ber ábyrgð á langvinnri niðurlægingu hússins. Hefði í staðinn átt að friða okkar merkustu veitinga-innréttingar.