Perón vor og Napóleon

Punktar

Sagnfræði er skemmtileg dægradvöl. Nútíminn á sér hliðstæður í fortíðinni. Franska byltingin byrjaði í lýðræði, en endaði í Napóleon, sem olli falli nokkurra kynslóða Frakka í styrjöldum. Íslenzka búsáhaldabyltingin byrjaði í lýðræði, gekk lengi fyrir tali um stjórnarskrá, en endar í silfurskeiðungi. Sem á hundruð milljóna, veit ekkert um hlutskipti alþýðu og notar ráðgjafa úr fjármálabraskinu. Lofar að gefa eigendum íbúða glás af peningum eins og Juan Perón lofaði og olli þannig áratuga harmsögu og hruni Argentínu. Eins og Framsókn olli með baráttu sinni fyrir ofurlánum, sem knésettu alþýðuna.