Davíð Oddsson bjó sjálfur til einkavinavæðinguna og afhenti Björgólfsfeðgum Landsbankann með handafli. Bjó til skort á regluverki fjármálastofnana í samræmi við hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Fór í Seðlabankann og synti þar með útrásaræðinu, þótt hann segi annað núna. Síðustu mánuðina fyrir hrun gerði hann Seðlabankann gjaldþrota. Með því að fleygja 350 milljörðum í banka, sem hann vissi, að römbuðu á barmi gjaldþrots. Ekki tók hann nein veð í eignum þeirra. Ríkissjóður varð að bjarga Seðlabankanum frá gjaldþroti og ríkissjóður varð að borga fyrir IceSave. Davíð er persónugervingur hrunsins.