Persónuvernd bankabófa

Punktar

Á valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins var komið hér upp Persónuvernd bófa til að auðvelda þeim að athafna sig. Þessi ríkisstofnun heldur enn verndarhendi yfir þeim, sem þjóðin þarf að koma lögum yfir. Stofnunin hefur hindrað, að Fjármálaeftirlitið taki í notkun gagnagrunn með kennitölum bófanna. Nota átti grunninn til að fylgjast með umfangsmiklum hlutabréfakaupum banka í sjálfum sér. Þetta tókst ekki á mikilvægum og viðkvæmum tíma fyrir hrun og stuðlaði beinlínis að hruninu. Eftir hrunið hefur ekki heldur tekizt að fá leyfi fyrir gagnagrunninum. Af hverju er Persónuvernd bófa ekki lögð niður?