“Fé án hirðis” eru einkunnarorð Péturs H. Blöndal alþingismanns. Einkavæðing Spron var honum hjartans mál. Flutti það víða sem álitsgjafi í fjölmiðlum. Oft var Pétur meiri spámaður frjálshyggjunnar en sjálfur Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Pétur taldi sparisjóði vonlausa. Þar bæri að innleiða gróðafíkn bankanna. Honum tókst það, Spron var einkavæddur. Stjórnin eignaðist hlutabréf, sem hún seldi á loftbóluverði í tæka tíð. Guðmundur Hauksson sparisjóðshirðir var eins gróðafíkinn og lærifeðurnir í Kaupþingi. Spron fór á dúndrandi hausinn, er orðinn ríkisbanki. Dæmigert hrun frjálshyggjunnar.