Áður fyrr voru fyrirtæki stofnuð án aðkomu ríkisvaldsins. Nú eru hins vegar orðnir öflugir pilsfalda-kapítalistar, sem væla utan í ríkisvaldinu. Til dæmis er kostulegt gagnaver Björgúlfs Thor, sem þarf sérstaka fyrirgreiðslu. Önnur gagnaver eru bara stofnuð á gamla móðinn. Kvótagreifar hafa löngum grátið hátt og álbræðslur hafa verið reistar út á ríkisframtak. Er ekki hægt að hætta þessum pilsfalda-kapítalisma, þessu eilífa væli? Hætta kröfum um sérhæft orkuverð, sérhæfðan virðisaukaskatt, sérhæfðan kvóta? Er ekki aftur kominn tími á alvöru kapítalisma, sem hangir ekki í síðpilsum ríkisvaldsins?