Til að losna undan skyldum sínum við að staðfesta fréttir kalla fjölmiðlar í svonefnda sérfræðinga. Þykjast góðir, ef þeir stilla upp tveim álitsgjöfum með andstæð sjónarmið. Og við erum auðvitað engu nær. Vitum fyrirfram um þorrann af þessum meintu sérfræðingum, að þeir eru ævinlega fylgjandi eða ævinlega andvígir ríkisstjórninni. Við þurfum engin sérfræðiálit hænsna. Þurfum miklu frekar álit þeirra fáu, sem ekki fylgja neinni pólitískri línu út fyrir yztu nöf. Færið okkur álit slíkra fræðinga, sem hafa eitthvað að segja okkur. Þá yrðu fjölmiðlar okkur gagnlegri og líf okkar einfaldara.