Ping-pong blaðamennska tröllríður íslenzkum ljósvaka. Andstæðingar eru dregnir ókeypis að borði og látnir rífast um mál í brennidepli. Sannleikur finnst ekki í ping-pongi andstæðinga. Allar pólitískar skoðanir segja samanlagt ekki sannleikann. Hann fæst aðeins fram í rólegu spjalli fróðra manna, sem ekki eru fulltrúar skoðanahópa. Slíkt þykir því miður ekki nothæft í sjónvarpi, þar sem allir eiga að vera hressir og hafa hátt. Ping-pong sjónvarpsþættir eru fyrst og fremst ókeypis sjónvarpsefni á erfiðum tímum, ódýrara en skemmtiþættir. Ping-pong þættir villa á sér heimildir.