Seðlabankastjóri spyr háðslega, hvaða aðhald eigi að koma í stað hávaxta, þegar þensla sé á eftirspurn eins og núna. Hann bítur sig fast í skólabækurnar, þótt komið hafi í ljós, að flestar tilgátur í hagfræði eru píp. Hvenær hefur tekizt að láta háa vexti tempra eftirspurn á Íslandi? Húsnæðisskortur hefur til dæmis ætíð verið öflugri efnahagsstærð en vextir. Fikt við gengi hefur heldur ekki verið nein efnahagsstærð, aðeins aðferð við að flytja fé frá launafólki til auðgreifa. Aðferð við að draga launahækkanir til baka. Og svo er spurning, hversu lengi er hægt að muldra úrelt píp um aðhald, þegar pólitíkusar hækka sín laun um 40%.