Fátt getur farið úrskeiðis, ef þjóðin felur pírötum að taka við stjórn. Losnum við bófa og bjána núverandi ríkisstjórnar. Fáum í staðinn fólk, sem ekki er eitrað af hefðbundnum stjórnmálum. Við fáum ferska vinda: Stjórnarskrá fólksins verður afgreidd. Ríkisbáknið verður opnað og gert gegnsætt. Kvótinn verður boðinn upp eins og heiðarleg markaðslögmál heimta. Firring Sjálfstæðis felst í, að hann verður svartur í framan, ef hann sér glitta í frelsi. Framsókn verður bara ruslakista fyrir útlendingahatur. Þótt margt muni mistakast, verður stjórn pírata himnaríki í samanburði við núverandi helvíti illa gefinna þjóðníðinga.