Píratar eru framtíðin

Punktar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokka sýnir, að bófaflokkarnir hafa fyrir löngu fundið sinn botn. Fara ekki niður í þriðjung heildarfylgis, þótt allt gangi á afturfótunum. 35%-38% kjósenda eru svo skyni skroppnir, að þeir styðja bófana gegnum þykkt og þunnt. Þetta var áður vitað. Nýstárlegra er, að könnunin sýnir fylgi Pírata komið upp í 22% atkvæða og fjórtán þingmenn í stað þriggja. Sóknin er ekki á kostnað bófaflokkanna, heldur frá óákveðnum og stjórnarandstöðunni, mest frá Bjartri framtíð. Vekur samt vonir um, að réttlát reiði fólks fái góðan byr hjá Pírötum. Og að þeir muni leiða næstu ríkisstjórn.