Píratar eru gamaldags

Punktar

Píratar hafa ekki fundið fjölina sína. Haga sér svipað og aðrir flokkar. Líta á alþingi sem uppsprettu umræðna. Þegar ríkisstjórn og alþingi eru í óeðlilega löngu sumarfríi, halda málsvarar flokksins að sér höndum. Eins og alþingi eigi að stjórna umræðunni. Hún lokar ekki, þótt alþingi loki. Þingmenn flokksins eru flestir með tærnar upp í loft, þegar umræður standa utan alþingis. Koma flestir ekkert fram á Pírataspjallinu. Á heimasíðunni er ekki einu sinni vísað á innra spjall flokksins, sem er nánast dautt. Það er beinlínis fráleitt, að píratar séu lítt sýnilegir í hinum stafræna heimi. Eitthvað er afspyrnu gamaldags við þetta.