Píratar skulda engum

Punktar

Ég sé ekki, að píratar skuldi svokölluðum vinstri flokkum neitt, allra sízt samkrull á borð við kosningabandalag. Forræðishyggja vinstri flokkanna gengur svo langt, að þeir vilja stjórna öðrum flokkum. Á því gefst ekki kostur. Að vísu eru píratar hlynntir samneyzlu á borð við velferð og heilsu. Samt telja þeir ekki, að „góða fólkið“ hjá vinstri flokkunum eigi að hafa vit fyrir fólki. Píratar taka frelsi fram yfir forsjá, frelsi almennings en ekki sérfrelsi hinna voldugu. Ýmis atriði gefa kost á snertiflötum pírata og vinstri flokka. En það eru atriði, sem snúast mikið um að binda enda á spillingu alls fjórflokksins.