Sjálfstæðisflokkurinn er enn og aftur í sínum botni með fjórðung kjósenda í nýrri könnun Gallup. Framsókn er enn í rúst með sín tíu prósent. Fylgi hennar hefur dreifzt til Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, en mest þó til Pírata, sem hafa þrefaldað fylgið frá kosningunum. Vinstri græn eru hins vegar frosin í rétt rúmlega kosningafylginu. Segir okkur, að ríkisstjórn bófanna nýtur lítils álits og er stöðugt í algerum minnihluta. Segir mér líka, að andstaðan er ekki tilbúin til að taka við. Samfylkingin hangir enn í Evrópuást og Björt framtíð er bara varahjól fjórflokksins. Aðeins Píratar styðja þjóðarviljann í raun.