Sé engar líkur á, að órói innan Pírata standi í vegi myndunar ríkisstjórnar á grundvelli stjórnarandstöðunnar. Það er áróður stjórnarflokkanna, sem eiga í auknum erfiðleikum með að ná samstöðu um stefnumál. Þeir vilja telja fólki trú um, að engir geti stjórnað nema bófarnir. Píratar náðu góðum kosningum, hafa grandskoðað fjölda mála og eru með mál sín á hreinu. Vegna mjög svo hættulegs ofsa ríkisstjórnarinnar gegn fátæku, gömlu og veiku fólki, sýnast Píratar vera sósíalskir í samanburði við aðra. Þá gleymist, að mörg stefnumál þeirra fjalla um minni forsjárhyggju og meira sjálfstæði borgaranna með auknu gegnsæi kerfanna.