Pírati kennir þeim

Fjölmiðlun

Gamalreyndur blaðamaður var óvænt kosinn í útvarpsráð á vegum Pírata. Pétur Gunnarsson var í gamla daga fréttastjóri Moggans og fleiri blaða og kann til verka. Vonandi getur hann leiðbeint félögum sínum í ráðinu. Og leitt þá frá hugmyndum um að auka pólitísk afskipti af beztu fréttastofu landsins. Björg Eva Erlendsdóttir hefur einnig nokkra reynslu. Ég þekki lítið til annarra fulltrúa ráðsins og efast um, að þeir hafi þekkingu á málefninu. Efast til dæmis um, að fangelsisstjóri eigi heima þarna eða aflóga þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðis. En svona er Ísland í dag. Og meira að segja í boði kjósenda.