Það gerðist hægt og bítandi. Bandaríkin glutruðu niður forustu vestrænna ríkja. Eru orðin paríi á undarlega vænisjúkum jaðri. Fáir líta lengur upp til Bandaríkjanna. Enn síður telja menn þau vera kyndilbera lýðræðis. Bera sekt af Guantanamo og réttarhöldum yfir flautublásurunum Manning og Snowden. Bandaríkin geta ekki lengur litið á sig í spegli. Enda eru allir borgarar landsins óvinir ríkisins í augum njósnastofnana þess. Bandaríkin eru teboð, þar sem heimska er jafngild vísindum. Ríkið verndar verstu bófa heimsins, þar á meðal siðblinda herforingja þriðja heimsins. USA er plága nútímans.