Tryggustu kjósendur Sjálfstæðis eru þeir, sem flokkurinn fór verst með í hruninu. Skuldsettir eigendur íbúðar eru enn að verða gjaldþrota, níu árum eftir hrun, af völdum Sjálfstæðis. „Ævinlega voru Íslendingar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrifjaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og öruggast skjól“ (HKL). Enda lýsir helzti plottari Flokksins honum á þennan veg: „Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ (SG). Nú hafa Vinstri græn leitt bófana aftur í valdastólana. Níu árum eftir búsáhaldabyltinguna er allt enn við það sama og áður.